Nafn félagsins er Stangveiðifélag Siglfirðinga og Varnarþing þess er á Siglufirði. Félagssvæðið nær yfir Siglufjörð og Fljót í Skagafjarðarsýslu.

Tilgangur félagsins er þessi : Að bæta aðstöðu félagsmanna til stangveiði í ám og vötnum og stuðla að aukinni veiðimenningu á félagssvæðinu.

Tilgangi sínum hyggst  félagið ná m.a. með eftirfarandi:

  • Með því að taka á leigu ár og vötn, til afnota fyrir félagsmenn, eða taka að sér útleigu á veiðiaðstöðu í umboði veiðieigenda.
  • Að vinna á móti ólöglegum og ómenningarlegum veiði-aðferðum og móti hverskonar aðgerðum, sem líklegar eru til að spilla veiði og fiskgengd í ám og vötnum.
  • Að efla félagslyndi og góða samvinnu meðal stangveiðimanna á félagssvæðinu.
  • Að veita félagsmönnum fræðslu um lax og silungsveiðar, eftir því sem tök eru á og stuðla að aukinni þekkingu á íþróttinni.
  • Að stuðla að aukinni fiskirækt í veiðivötnum þeim, sem félagið fær til umráða

Innganga í félagið er heimil þeim stangveiðimönnum á félagssvæðinu, sem vilja undirgangast að misnota ekki venjulegar viðurkenndar stangveiðiaðferðir og koma vinsamlega og drengilega fram við félagsmenn og viðskiptamenn félagsins

Nafn félagsins er Stangveiðifélag Siglfirðinga og Varnarþing þess er á Siglufirði. Félagssvæðið nær yfir Siglufjörð og Fljót í Skagafjarðarsýslu.Tilgangur félagsins er þessi : Að bæta aðstöðu félagsmanna til stangveiði í ám og vötnum og stuðla að aukinni veiðimenningu á félagssvæðinu.Tilgangi sínum hyggst  félagið ná m.a. með eftirfarandi:

  • Með því að taka á leigu ár og vötn, til afnota fyrir félagsmenn, eða taka að sér útleigu á veiðiaðstöðu í umboði veiðieigenda.
  • Að vinna á móti ólöglegum og ómenningarlegum veiði-aðferðum og móti hverskonar aðgerðum, sem líklegar eru til að spilla veiði og fiskgengd í ám og vötnum.
  • Að efla félagslyndi og góða samvinnu meðal stangveiðimanna á félagssvæðinu.
  • Að veita félagsmönnum fræðslu um lax og silungsveiðar, eftir því sem tök eru á og stuðla að aukinni þekkingu á íþróttinni.
  • Að stuðla að aukinni fiskirækt í veiðivötnum þeim, sem félagið fær til umráða